Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. maí 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu myndband frá fyrstu æfingu Argentínu
Messi er mættur til æfinga.
Messi er mættur til æfinga.
Mynd: Getty Images
Argentíska landsliðið æfði saman í fyrsta sinn í gær, eftir að 23 manna hópurinn sem fer á HM var tilkynntur.

Liðið kom saman í argentísku höfuðborginni, Buenos Aires, og tók eina létta æfingu.

Lionel Messi, aðalstjarnan í argentíska landsliðinu, var á æfingunni.

Argentína spilar æfingaleik við Haíti þann 29. maí næstkomandi áður en liðið heldur til Barcelona í æfingabúðir. Í Barcelona þekkir Messi sig vel enda er hann leikmaður FC Barcelona.

Fyrsti leikur Argentínu á HM í Rússlandi verður gegn Íslandi í Moskvu þann 16. júní.

Hér að neðan má sjá myndband frá æfingunni í gær.

Sjá einnig:
Paulo Dybala fer á HM - Enginn Icardi
Sergio Romero missir af leiknum við Ísland - Ekki með á HM



Athugasemdir
banner
banner
banner