Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. maí 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að enginn úr Liverpool myndi styrkja Real Madrid
Salah hefur verið magnaður á tímabilinu en að mati Del Bosque kæmist hann ekki í lið Real Madrid.
Salah hefur verið magnaður á tímabilinu en að mati Del Bosque kæmist hann ekki í lið Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Vicente Del Bosque, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar og fyrrum þjálfari Real Madrid, telur að enginn leikmaður Liverpool geti komist í byrjunarliðið hjá Madrídarstórveldinu.

Real Madrid og Liverpool munu mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn.

Flestir búast við hörkulek en Del Bosque er ekki einn þeirra.

„Real Madrid er með frábæran hóp og er besta lið Evrópu í augnablikinu," sagði Del Bosque við COPE á Spáni.

„Þeir verða að staðfesta að þeir séu bestir á laugardaginn, Real Madrid mun sigra Liverpool 4-1."

„Ég get ekki fundið einn leikmann Liverpool sem myndi styrkja lið Real Madrid, ekki einu sinni Salah. Gareth Bale og Karim Benzema eru mjög góðir," sagði Del Bosque.

Það er nú pæling hvort Salah myndi ekki komast í þetta Real Madrid lið, sérstaklega miðað við það hvernig hann hefur verið að spila.
Athugasemdir
banner
banner