Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. maí 2018 22:41
Magnús Már Einarsson
Emery staðfesti að hann sé að taka við Arsenal
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Í kvöld birtist færsla á heimasíðu Unai Emery þar sem hann virtist staðfesta að hann verði næsti stjóri Arsenal.

„Stoltur af því að vera hluti af Arsenal fjölskyldunni," sagði í texta á mynd af Emery.

Færslan var fljótlega tekin út af heimasíðu Emery en hins vegar virðist allt benda til að hann taki við Arsenal af Arsene Wenger. Líklegt er að gengið verði frá ráðningu hans á næstu dögum.

Hinn 46 ára gamli Emery vann allar þrjár keppnirnar í Frakklandi með PSG á nýliðnu tímabili en Thomas Tuchel var á dögunum ráðinn til félagsins í hans stað.

Emery hefur áður á ferlinum stýrt Valencia, Sevilla og Spartak Moskvu svo eitthvað sé nefnt.

Sjá einnig:
Gæti Emery átt í vandræðum með agamál hjá Arsenal?



Athugasemdir
banner