mið 23. maí 2018 07:45
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Innsýn í dvalarstað og æfingasvæði Íslands í Rússlandi
Icelandair
Gelendzhik í Rússlandi. Bærinn við Svartahaf þar sem Ísland hefur bækistöðvar sínar.
Gelendzhik í Rússlandi. Bærinn við Svartahaf þar sem Ísland hefur bækistöðvar sínar.
Mynd: Wikipedia
Það styttist óðfluga í HM í Rússlandi en strákarnir okkar munu hafa dvalarstað sinn í Gelendzhik, litlum strandbæ í Krasnodarfylki. 55 þúsund manns búa í bænum sem staðsettur er við Svartahaf.

Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á HM þann 16. júní en viku áður flýgur landsliðshópurinn til Gelendzhik.

Ísland mun hafa bækistöðvar á Nadezhda hótelinu sem stendur við Svartahaf. Um er að ræða fimm stjörnu hótel sem er með öllum þeim aðbúnaði sem til þarf.

Í göngufjarlægð frá hótelinu er svo æfingasvæði landsliðsins en við það er einnig aðstaða íslenskra fjölmiðla sem flytja fréttir heim af mótinu.

Ísland æfir á keppnisvöllunum daginn fyrir leiki en milli þeirra verður það í bækistöðvum sínum í Gelendzhik.

Hér að neðan má sjá myndir frá aðstöðu Íslands í Gelendzhik.

Lykildagar Íslands í júní
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner