Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 15:22
Magnús Már Einarsson
Tólfan fær að fara með trommur á leiki á HM
Icelandair
Tólfan fær að vera með trommur á leikjum á HM.
Tólfan fær að vera með trommur á leikjum á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, fær að fara með trommur á leiki Íslands á HM í Russlandi í næsta mánuði.

Fréttablaðið sagði frá því í dag að öll hljóðfæri séu bönnuð á leikjum mótsins.

Víðir Reyn­is­son, ör­ygg­is­full­trúi KSÍ, seg­ir hins vegar við mbl.is í dag að það sé al­gjör óþarfi að hafa áhyggj­ur af því að Tólf­an fái ekki að taka tromm­ur með inn á leik­vanga í Rússlandi.

Stuðningsmönnum er almennt bannað að taka hljóðfæri og fána inn á leikvanga á HM en sótt sé um leyfi til þess fyrir sérstakar stuðningsmannasveitir eins og Tólfuna.

KSÍ sendir myndir með umsókn um leyfi fyrir trommunum á næstunni en verið er að merkja trommurnar fyrir Tólfuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner