Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. maí 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Kroos: Erum að fara að mæta 11 skepnum
Mynd: Getty Images
Toni Kroos miðjumaður Real Madrid segir að liðið muni mæta 11 skepnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool næsta laugardag.

Kroos segist hafa kynnst pressunni frá liðum sem Jurgen Klopp hefur þjálfað þegar hann spilaði gegn Dortmund með Bayern Munchen.

„Það er alltaf erfitt að spila gegn liðum Jurgen Klopp. Þegar ég var hjá Bayern lentum við oft í vandræðum gegn Dortmund. Ég býst við svipuðum leik á laugardaginn."

„Þeir verða eins og 11 skepnur, allir tilbúnir í slaginn. Við verðum betri á boltanum en þeir munu setja okkur undir pressu í 90 mínútur og við þurfum að vera 100% tilbúnir í það, jafnvel meira."

„Við reiknum með sóknarsinnuðu Liverpool liði sem eru mjög fljótir fram völlinn, en við getum stöðvað þá og við getum unnið leikinn."


Real Madrid getur unnið Meistaradeildina í þriðja skipti í röð á laugardaginn. Kroos getur unnið sinn fjórða Meistaradeildartitil á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner