Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Rabiot neitaði að vera á biðlista fyrir HM
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur neitað því að vera á biðlista franska liðsins fyrir HM í Rússlandi.

Rabiot, sem spilar fyrir PSG í Frakklandi, var ekki í 23 manna hópi Frakka fyrir mótið en hann var á meðal þeirra 11 leikmanna sem voru á biðlista.

Fréttir í Frakklandi segja að Rabiot hafi látið Didier Deschamps, þjálfara Frakklands, vita í gegnum tölvupóst að hann muni ekki fylgja því æfingaplani sem hann var látinn fá til að undirbúa sig fyrir það ef hann yrði kallaður inn í hópinn.

Noel le Graet forseti franska knattspyrnusambandsins segir að viðbrögð Rabiot hafi komið á óvart.

„Rabiot er mjög hæfileikaríkur leikmaður og flottur strákur sem hefur alltaf hegðað sér vel í kringum landsliðið. Vonbrigði hans gefa honum ekki leyfi til þess að gefast upp og hætta að þjóna landsliðinu."

„Að vera hluti af þessu liði, og vera á meðal bestu leikmanna Frakklands, eru forréttindi fyrir leikmanninn. Hann er að taka slæma ákvörðun og er að refsa sjálfum sér."


Rabiot hefur leikið sex landsleiki fyrir Frakkland. Hann spilaði 45 leiki með PSG á tímabilinu og vann þrennuna heima fyrir með liðinu. Frakkar eru í riðli með Ástralíu, Perú og Danmörku á HM.

Rabiot er ekki fyrsti leikmaðurinn sem bregst illa við því að vera ekki valinn fyrir þjóð sína en Radja Naingolan miðjumaður Belga ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir að hann var ekki valinn í landsliðshópinn þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner