Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. maí 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Bale: Erum að skrifa söguna
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, sóknarmaður Real Madrid, segir að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að spila fjóra úrslitaleiki í Meistaradeild Evrópu.

Bale er einungis 28 ára gamall en hann getur unnið sinn fjórða Meistaradeildartitil með Real Madrid á laugardaginn þegar liðið mætir Liverpool.

„Við erum að skrifa söguna. Ég kom til þessa stórkostlega félags til þess að vinna titla og þetta verðu sérstakur dagur á laugardaginn."

Real hafa unnið keppnina í þrjú af síðustu fjórum skiptum en Liverpool vann keppnina síðast árið 2005.

Bale hefur verið partur af Real Madrid liðinu í öll þessi skipti og hann hefur einnig unnið spænsku deildina og bikarinn með liðinu. Hann hefur verið í góðu formi undanfarið og skorað 5 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum.

„Mér líður frábærlega og ég er tilbúinn fyrir úrslitaleikinn. Á síðasta ári unnum við titilinn annað árið í röð og nú viljum við meira. Við vitum að við erum að fara að spila við gott lið en við erum í góðu formi."

„Ég gat aldrei ímyndað mér að spila svona marga úrslitaleiki. Ég hef spilað í þremur og þetta gæti orðið fjórði sigurinn."
Athugasemdir
banner
banner