Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. maí 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Klopp ætlar að finna arftaka Coutinho í sumar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool ætlar sér að vera virkur á leikmannamarkaðinum í sumar þó svo að það fari svo að liðið vinni Meistaradeild Evrópu á laugardaginn.

Hann vill auka breiddina í liðinu og þá sérstaklega á miðjum vellinum. Klopp benti á að það hefði verið erfitt fyrir liðið að vera án Adam Lallana í vetur og ofan á það hafi bæst brotthvarf Phillipe Coutinho til Barcelona.

„Við þurfum að bæta við okkur leikmönnum og við þurfum meiri gæði. Við ætlum ekki að losa okkur við leikmenn en við ætlum að hrista upp í hlutunum," sagði Klopp í viðtali við Robbie Fowler hjá The Mirror.

„Við höfum þegar gengið frá kaupum á Naby Keita sem er frábær leikmaður. Við munum svo bæta við nokkum leikmönnum í viðbót."

„Spáðu í leiktíðinni sem við áttum án Adam Lallana og Phillipe Coutinho sem voru tveir bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar í fyrra."


Klopp er á fullu að undirbúa Liverpool liðið fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn en einu miðjumenn liðsins sem eru 100% klárir fyrir leikinn eru James Milner, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner