Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. maí 2018 18:55
Ingólfur Stefánsson
Svíþjóð: Guðmundur og Arnór í sigurliði - Árni Vil skoraði tvö
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn í sigri Norrköping
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn í sigri Norrköping
Mynd: Getty Images
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Jönköpings
Þremur leikjum var að ljúka í sænsku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson og Guðmundur Þórarinsson voru í byrjunarliði Norrköping sem vann góðan sigur á Sundsvall.

Varamaðurinn Simon Skrabb skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu og tryggði Norrköping þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni.

Haukur Heiðar Hauksson var á varamannabekk AIK sem gerði 1-1 jafntefli við Hacken á útivelli.

Þá vann Östersund öruggan 5-2 sigur á Sirius sem eru nú einu stigi frá botnsætinu.

Í sænsku B-deildinni fór Árni Vilhjálmsson á kostum fyrir Jönköping Södra og skoraði 2 mörk í 2-2 jafntefli.

Tryggvi Hrafn Har­alds­son og Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son voru báðir í byrj­un­arliði Halmstad sem gerði marka­laust jafn­tefli við Landskrona.

Svíþjóð úrvalsdeild:

Norrköping 1-0 Sundsvall
1-0 Simon Skrabb (78')

Hacken 1-1 AIK
1-0 Paulinho Guerreiro (10')
1-1 Anton Saletros (56')

Östersund 4-2 Sirius
1-0 Alhaji Gero (28')
1-1 Philip Haglund (39')
2-1 Curtis Edwards (54')
3-1 Jamie Hopcutt (68')
4-1 Dino Islamovic (72')
4-2 Jesper Arvidsson, víti (73')
5-2 Sotirios Papagiannopoulos (94')

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner