Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. maí 2018 09:30
Ingólfur Stefánsson
Endurhæfing Neymar gengur vonum framar
Mynd: Getty Images
Endurhæfing Brasilíumannsins Neymar gengur vonum framar. Leikmaðurinn hefur verið meiddur á fæti undanfarna mánuði en samkvæmt læknaliði Brasilíu þá gengur endurhæfingin vel.

Neymar æfði með brasilíska landsliðinu á þriðjudag eftir að hafa ekki spilað fótbolta síðan í febrúar. Hann braut bein í fæti sínum í leik með PSG og fór í aðgerð 3. mars.

Fabio Mahseredijan, læknir brasilíska liðsins sagði að hann væri ekki viss hvenær Neymar yrði 100% heill.

„Ég get sagt ykkur það að endurhæfing hans er að ganga mun betur en ég átti von á. Við byrjuðum að vinna með honum meira en mánuði fyrir fyrsta leikinn og núna er mánuðu í að riðlakeppnin klárist."

„Ég hef trú á því að það sé verið að fara mjög vel með Neymar hér hjá okkur og það er mikilvægt að við fylgjumst vel með honum."
Athugasemdir
banner
banner