Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 23. maí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Pétur Péturs: Mömmurnar eru að æfa á fullu
Pétur var ánægður með sigurinn í kvöld
Pétur var ánægður með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með sigurinn. Leikurinn var svosem ekkert of góður á köflum en þetta var svona iðnaðarsigur ef svo má segja. Það er erfitt að spila á móti HK/Víking. Þær eru skipulagðar. Við náðum marki í fyrri hálfleik og það róaði okkur í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur á HK/Víking í kvöld.

„Við ætluðum náttúrulega að setja á þær mark eins snemma og við gátum. Eins og allir reyna að gera í hverjum einasta leik,“ svaraði Pétur aðspurður um upplegg kvöldsins en Valskonur þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn vel skipulögðu HK/Víkingsliði.

Pétur segist nokkuð ánægður með byrjun móts hjá Valskonum og von á að liðið eflist þegar leikmenn sem hafa verið frá vegna meiðsla og barneigna snúa aftur.

„Ég er svosem sáttur við stigafjöldann en hefði náttúrulega viljað fá eitthvað út úr Stjörnuleiknum. Eins og staðan er er fínt að vera með 9 stig.“

„Við vonumst til að fá eitthvað af leikmönnum inn hjá okkur sem hafa verið meiddir eða í barnseignarfíi þannig að við vonumst til þess að verða sterkari eftir því sem líður á.“


Dóra María Lárusdóttir er að jafna sig eftir krossbandaslit og var á bekknum í kvöld.

„Dóra María er allavegana komin á bekkinn svo það er stutt inná fyrir hana. En hvenær það verður kemur í ljós bara,“ sem var svo spurður út í stöðuna á nýbökuðum mæðrunum í hópnum en systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur voru báðar mættar með krílin sín í stúkuna í kvöld.

„Já, já. Mömmurnar eru að æfa á fullu hérna alla daga vikunnar. Það er ótrúlegt að sjá þær með börnin,“ svaraði Pétur sem segist eiga von á þeim fyrr en hann áætlaði í upphafi.

Nánar er rætt við Pétur í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner