Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 25. maí 2018 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Sverrir Ingi: Rússar eru stoltir af að halda mótið
Icelandair
Sverrir Ingi í sólinni fyrir æfingu í dag
Sverrir Ingi í sólinni fyrir æfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru skemmtilegir tímar framundan og það er gott að byrja sem fyrst og reyna að vera eins vel undirbúnir og við getum,“ sagði landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason í samtali við Fótbolta.net skömmu áður en hann tók þátt í æfingu með strákunum okkar á Laugardalsvelli fyrr í dag.

Sverrir Ingi er einn af þeim níu leikmönnum sem bættust við íslenska æfingahópinn í dag og er ánægður með að fá góðan undirbúningstíma fyrir HM.

„Nú er stærsti hluti hópsins kominn saman. Það voru nokkrir sem komu inn núna bara í vikunni og svo eigum við náttúrulega tvo heimaleiki hérna þannig að byrjum að undirbúa okkur núna,“ sagði Sverrir meðal annars og bætti við að undirbúningur liðsins væri með hefðbundnu sniði fram að móti.

„Þetta verður með hefðbundnu sniði. Bara eins og við erum vanir að gera þetta. Við vildum náttúrulega vera hérna heima í kringum okkar fjölskyldur og okkar fólk þannig að við erum mjög þakklátir fyrir það og ef veðrið helst svona þá er það enná betra.“

Sverrir Ingi segist taka eftir mikilli stemmningu og eftirvæntingu á meðal Rússa en hann spilar sem kunnugt er með rússneska liðinu Rostov.

„Það er náttúrulega gríðarleg tilhlökkun hjá öllum Rússum. Þeir bíða spenntir eftir þessu og eru mjög stoltir af því að halda þetta mót.“

Nánar er rætt við Sverri Inga í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner