Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 24. maí 2018 17:00
Mist Rúnarsdóttir
Raggi Sig: Þeir elska Íslendinga
Icelandair
Raggi hitar  upp á æfingu dagsins ásamt Ólafi Inga
Raggi hitar upp á æfingu dagsins ásamt Ólafi Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af landsliðsmanninum Ragnari Sigurðssyni fyrir æfingu íslenska liðsins fyrr í dag. Nú er stór hluti íslenska hópsins kominn saman og lokaundirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í fullum gangi. Áður en íslenska liðið heldur til Rússlands spilar það tvo æfingaleiki hér heima og Raggi telur leikina mikilvæga í fínpússun fyrir þátttöku á Heimsmeistaramótinu.

„Það er mjög mikilvægt. Þegar við spilum þessa leiki er búið að líða svolítill tími síðan við spiluðum síðast alvöru leik. Þetta er gott upp á leikformið.“

„Við ætlum náttúrulega að reyna að vinna þá. Við erum reyndar ekki alltaf þeir sterkustu í æfingaleikjunum en ég held að þetta verði öðruvísi. Þetta er svo mikilvægur undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið þannig að ég hugsa að við verðum alveg mættir til leiks.“


Þjóðin er að fara á límingunum en Raggi segir að sjálfur sé hann ekki kominn með fiðrildi í magann ennþá.

„Það er ennþá svolítið langt í þetta. Ég held að fiðringurinn byrji þegar við förum allir saman til Rússlands og maður finnur fyrir stemmningunni þar. Ég held að þá kikki þetta inn.“

Raggi þekkir sjálfur vel til í Rússlandi enda á mála hjá rússneska liðinu Rostov og hefur áður spilað með bæði Krasnodar og Rubin Kazan. Hann segir Rostov vera magnaða borg og hlakkar til að kynna liðsfélagana fyrir landinu.

„Rostov er geggjuð borg. Ég er búinn að eiga frábæra 3-4 mánuði þar með strákunum og ég held það eigi eftir að koma hinum strákunum á óvart hvað það er næs í Rússlandi.“

„Það er svaka stemmning og það hafa ótrúlega margir sagt við mig að þeir muni halda með okkur þegar að Rússarnir detta út. Við erum alveg með gott back up. Þeir elska Íslendinga þarna úti. Ég held að okkar fólk sem mætir geti verið alveg slakt og notið stemmningarinnar,“ sagði varnarjaxlinn meðal annars en nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner