Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. maí 2018 18:12
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Mikael gerði mikilvægt mark í umspilinu
Mikael er í bláu treyjunni.
Mikael er í bláu treyjunni.
Mynd: Getty Images
Vendsyssel 1 - 0 Lyngby
1-0 Mikael Neville Anderson ('23)

Mikael Neville Anderson gerði mikilvægt mark í 1-0 sigri Vendsyssel á Lyngby í umspilsleik um sæti í efstu deild í Danmörku. Mikael er á láni frá nýkrýndum meisturum Midtjylland.

Þetta var fyrri leikur liðanna en Vendsyssel endaði í 3. sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili á meðan Lyngby var meðal botnliðanna í efstu deild.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn, á heimavelli Lyngby, og eru Mikael Anderson og félagar í dauðafæri á að komast upp.

Mikael er hálf-íslenskur og hálf-jamaískur en ólst að hluta til upp í Danmörku. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið okkar og Dana en á einn A-landsleik að baki fyrir Ísland. Hann er mikið efni og verður tvítugur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner