Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. maí 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Telja að Sarri taki þrjá leikmenn með til Chelsea
Mynd: Getty Images
SportItalia heldur því fram að Maurizio Sarri verði næsti knattspyrnustjóri Chelsea og að hann ætli að taka þrjá leikmenn Napoli með sér til Lundúna.

Sarri er sagður hafa fundað í sjö tíma með stjórnendum Chelsea í dag og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri rétti maðurinn í starfið.

Sarri var rekinn frá Napoli í gær til að koma Carlo Ancelotti að en félagið ætlar ekki að leysa þjálfarann undan samningi. Chelsea þarf því að kaupa hann af Napoli.

Alfredo Pedullà, fréttamaður hjá SportItalia, segir Chelsea vera að undirbúa tveggja ára samning fyrir Ítalann.

Sarri ætlar að fá varnarmennina Raul Albiol og Elseid Hysaj með sér til Chelsea auk sókndjarfa miðjumannsins Piotr Zielinski sem þykir gríðarlegt efni. Leikmennirnir eru allir með söluákvæði í samningum sínum.

Ancelotti er talinn vilja halda Zielinski, en Liverpool er einnig orðað við kappann.

Sarri vill einnig fá Jorginho og Kalidou Koulibaly. Jorginho er falur fyrir tæpar 60 milljónir á meðan Koulibaly er ekki til sölu. Pep Guardiola vill ólmur fá Jorginho til Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner