Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. maí 2018 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Strætó og Tólfan gera stuðningsmannavagn
Vefurinn Heimsmeistaraverk.is.
Vefurinn Heimsmeistaraverk.is.
Mynd: Heimsmeistaraverk.is
Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta.

Íslenskir stuðningsmenn eru hvattir til þess að taka þátt, en það er gert með því að skrá sig í gegnum Facebook inn á heimasíðunni www.heimsmeistaraverk.is. Þegar notendur skrá sig inn þá verður prófílmynd þeirra vistuð og notuð í skreytingu vagnsins, en merkingin verður samansett úr stórri mósaík úr prófílmyndum allra þeirra sem taka þátt.

Hér er meðfylgjandi myndband

„Okkur hjá Strætó langaði til þess að skapa alvöru stemmingu í kringum strákana okkar og við vonum að sem flestir taki þátt og setji mark sitt á HM strætisvagninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi.

„Tólfuliðar voru mjög spenntir fyrir verkefninu þegar við nálguðumst þá. Það eru allir velkomnir í Strætó og það eru allir velkomnir í Tólfuna sem vilja taka þátt, þetta er ekki lokaður hópur. Þess má geta að þeir sem kaupa Landsliðstreyju hjá Errea geta óskað eftir því að fá Tólfumerkingu á treyjuna sína frítt.“

Vefurinn www.heimsmeistaraverk.is verður opinn út föstudaginn 1. júní og búast má við að Stuðningsmannavagninn verði kominn á götuna 4. eða 5. júní, skömmu fyrir leik Íslands og Gana. Guðmundur hvetur alla sem ætla að fara á völlinn og horfa á síðustu vináttuleiki Íslands til þess að taka Strætó. „Það er takmarkað magn af bílastæðum í Laugardalnum og því tilvalið að fara með Strætó á völlinn. Ég tala nú ekki um ef það á að fá sér einn kaldan fyrir leik!“
Athugasemdir
banner
banner
banner