Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 25. maí 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Watford vann kappið um Wilmot
Wilmot í skallabolta við Anssi Jaakkola, markvörð Reading.
Wilmot í skallabolta við Anssi Jaakkola, markvörð Reading.
Mynd: Getty Images
Watford er búið að klófesta hinn 18 ára gamla Ben Wilmot sem kemur frá neðrideildaliði Stevenage.

Wilmot á tvo leiki að baki fyrir U19 ára landslið Englendinga og hefur leikið fimmtán leiki með aðalliði Stevenage á ferlinum.

Wilmot er varnarmaður fæddur 1999 og verður 19 ára í nóvember. Hann er búinn að skrifa undir fimm ára samning við sitt nýja félag, til 2023.

Stevenage selur táninginn á metfé, sem er talið vera rétt rúmlega ein milljón punda.

Liverpool, Arsenal og Tottenham voru einnig sögð hafa áhuga á varnarmanninum efnilega en Watford vann kappið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner