Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 25. maí 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
San Francisco 49ers kaupir hlut í Leeds
Peningarnir verða notaðir í sumar
Mynd: Getty Images
Eigendur San Francisco 49ers, sem keppir í amerískum fótbolta í NFL deildinni, voru að kaupa 10% hlut í Leeds United.

Leeds er sögufrægt félag og átti blómaskeið í kringum aldamótin sem laðaði marga stuðningsmenn að.

Félagið hefur undanfarin ár verið í miðjumoði í Championship deildinni, að undanskildu síðasta tímabili, og endaði í 13. sæti í ár.

Paraag Marathe, forseti 49ers Enterprises, mun taka sæti í stjórn Leeds. Ítalski eigandinn Andrea Radrizzani á enn meirihluta félagsins.

49ers ætlar að koma með pening inn í félagið sem er ætlaður til leikmannakaupa í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner