Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. maí 2018 08:40
Magnús Már Einarsson
Liverpool vill Fekir - Douglas Costa til Man Utd?
Powerade
Nabil Fekir er orðaður við Liverpool.
Nabil Fekir er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Douglas Costa gæti farið til Manchester United.
Douglas Costa gæti farið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúðurskammt dagsins. Kíkjum á allt það helsta í slúðrinu í dag.



Emre Can (24) miðjumaður Liverpool mun semja við Juventus fyrir mánaðarmót. Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Juventus, hefur staðfest þetta. Samningur Can hjá Liverpool rennur út í sumar. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United er tilbúið að borga 79 milljónir punda til að krækja í kantmanninn Douglas Costa (27) frá Bayern Munchen. Costa var á láni hja Juventus á síðasta tímabili og ítalska félagið er með forkaupsrétt á honum. (Sun)

Mancheser United gæti hins vegar hætt við að fá miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (23) frá Lazio eftir að ítalska félagið setti 87,5 milljóna punda verðmiða á Serbann. (Mail)

John Terry (37), varnarmaður Aston Villa, fær ekki að hafa kláúlu í samningi sínum um að hann megi sleppa þvi að mæta gömlu félögunum í Chelsea ef Villa kemst upp í ensku úrvalsdeildina. Villa mætir Fulham í úrslitum í umspili á morgun. (Times)

Manchester City er að undirbúa 52 milljóna punda tilboð í Jorginho (26) miðjumann Napoli. (Talksport)

Mauricio Pochettino skrifaði undir nýjan samning við Tottenham í gær en hann vill fá Anthony Martial (22) frá Manchester United, Matthijs de Ligt (18) varnarmann Ajax og Ryan Sessegnon (18) frá Fulham. (Mirror)

Pochettino vill líka fá Wilfried Zaha (25) en Crystal Palace vill ekki selja hann. (Mail)

Victor Wanyama (26) hefur útilokað að hann fari frá Tottenham í sumar. Wanyama byrjaði bara sex deildarleiki á síðasta tímabili. (Evening Standard)

Arsenal hefur áhuga á að fá Lorenzo Pellegrini (21) miðjumann Roma í sínar raðir. (Sky Sports)

Nabil Fekir (24) miðjumaður Lyon útilokar ekki að ganga í raðir Liverpool í sumar. (Liverpool Echo)

Liverpool vonast til að kaupa Fekir á 60 milljónir punda eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. (Mirror)

Manuel Pellegrini, nýráðinn stjóri Manchester City, ætlar að kaupa allt að sjö nýja leikmenn í sumar. Yaya Toure (35) miðjumaður Manchester City og Willy Caballero (36) markvörður Chelsea eru á óskalistanum. (Telegraph)

Slaven Bilic, fyrrum stjóri West Ham, er líklega að taka við landsliði Kína. (Sun)

Frank Lampard (39) hefur verið í viðræðum við Derby County um að taka við sem knattspyrnustjóri. Lampard hefur líka verið orðaður við Ipswich en hann tekur ekki við þar. (Mirror)

Roy Keane (46) segist ætla að taka við liði á nýjan leik einn daginn. Keane er í dag aðstoðarþjálfari írska landsliðsins. (Sky Sports)

James Milner segist einungis tala við börnin sín á spænsku. Sjálfur lærði Milner spænsku til að ræða við David Silva og Pablo Zabaleta þegar þeir voru saman hjá Manchester City. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner