fös 25. maí 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal vill fá Pellegrini
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áhuga á að fá miðjumanninn Lorenzo Pellegrini frá Roma samkvæmt fréttum Sky á Ítalíu.

Hinn 21 árs gamli Pellegrini skoraði þrjú mörk í 37 leikjum á nýliðnu tímabili þegar Roma endaði í 3. sæti í Serie A og fór í undanúrslit í Meistaradeildinni.

Pellegrini er með klásúlu í samningi sínum um að hann megi fara á tæpar 23 milljónir punda.

Arsenal fær þó samkeppni um Pellegrini því Juventus er einnig með hann undir smásjánni.

Unai Emery, nýráðinn stjóri, Arsenal er lika með Jean Michael Seri miðjumann Nice á óskalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner