Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. maí 2018 11:58
Elvar Geir Magnússon
Salah fastar ekki í aðdraganda úrslitaleiksins
Mohamed Salah hefur verið geggjaður á þessu tímabili.
Mohamed Salah hefur verið geggjaður á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah mun ekki fasta í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool mætir Real Madrid í Kænugarði annað kvöld, laugardag, klukkan 18:45.

Salah er múslimi og hefur ekki ekki neytt matar né drykkjar frá sólarupprás til sólsetu síðan 16. maí, meðan Ramadan er í gangi.

Ruben Pons, sjúkraþjálfari Liverpool, segir að Egyptinn muni þó borða í aðdraganda úrslitaleiksins.

„Á föstudeginum og á leikdegi mun hann ekki fasta, svo þetta mun ekki hafa áhrif á hann," segir Pons.

Það er leyfilegt fyrir aðila sem er að fasta að taka hlé á föstunni ef ferðast er yfir daginn. Salah mun gera það.
Athugasemdir
banner
banner