fös 25. maí 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Pako: Klopp þarf að fá leikmenn til að halda einbeitingu
Pako Ayestaran.
Pako Ayestaran.
Mynd: Getty Images
Pako Ayestaran, sem var aðstoðarstjóri Liverpool þegar liðið vann Meistaradeildina 2005, segir að Jurgen Klopp verði að ná réttu spennustigi í úrslitaleiknum gegn Real Madrid annað kvöld.

Klopp er á leið í sinn annan úrslitaleik en hann stýrði Borussia Dortmund í tapi gegn Bayern Munchen árið 2013.

„Þetta er öðruvísi leikur og menn fá kvíða. Þá veltur þetta á reynslunni sem þú hefur af svona leikjum. Þú gætir sagt að Real Madrid sé með reyndari leikmenn til að eiga við svona stóra leiki," sagði Pako.

„Jurgen Klopp þarf að sannfæra menn um að þetta sé bara leikur og þeir þurfa að einbeita sér að fótboltanum. Einbeita sér að leikplaninu og reyna að forðast allt sem er í gangi í kringum liðið og í kringum leikinn."

„Fyrir óreyndari leikmenn er mikilvægt að halda einbeitingu og gera það sem þeir eru vanir að gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner