Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. maí 2018 15:35
Elvar Geir Magnússon
Arsenal í viðræðum við Lichtsteiner
Lichtsteiner er sóknarbakvörður sem hefur verið sigursæll hjá Juventus.
Lichtsteiner er sóknarbakvörður sem hefur verið sigursæll hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Arsenal er í viðræðum um að fá Stephan Lichtsteiner á frjálsri sölu en samningur hans við Ítalíumeistara Juventus er að renna út.

Hægri bakvörðurinn er meðal þeirra leikmanna sem Unai Emery, nýráðinn stjóri Arsenal, vill fá í sínar raðir.

Lichtsteiner er 34 ára og verður væntanlega með fyrirliðaband Sviss á komandi heimsmeistaramóti í Rússlandi.

Lichtsteiner kom til Juventus frá Lazio 2011 en talið var að hann færi til Borussia Dortmund í sumar.

Fyrr í þessum mánuði staðfesti leikmaðurinn að hann væri á leið frá Tórínó.

Koma Mattia De Sciglio til Juventus gerði það að verkum að Lichtsteiner fékk færri spilmínútur á þessu tímabili en árin á undan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner