Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. maí 2018 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mark Hughes skrifar undir þriggja ára samning við Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Southampton staðfesti það í kvöld að Mark Hughes sem tók við liðinu í mars hafi skrifað undir nýjan samning við félagið í dag.

Hughes var verðlaunaður með nýjum samningi eftir að honum tókst að halda liðinu uppi í ensku úrvalsdeildinni, samningurinn gildir til ársins 2021.

Mark Hughes var knattspyrnustjóri Stoke City þegar tímabilið hófst síðasta haust en var rekinn frá félaginu í janúar, eins og fyrr segir þá tók hann við Southampton í mars, eftir að Mauricio Pellegrino var rekinn.

Southampton rétt náði að bjarga sér frá falli núna í vor og það verður því spennandi að sjá hvort að Mark Hughes nái að koma liðinu lengra á næsta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner