fös 25. maí 2018 22:44
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
3. deild: KV lagði KH í lokin - Einherji vann KF
KV og Einherji unnu sína leiki í kvöld.
KV og Einherji unnu sína leiki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru tveir leikir á dagskrá 3. deildar karla í kvöld en þar mættust Einherji og KF á Vopnafjarðarvelli og í hinum leik kvöldsins áttust við KH og KV.

Í leik KH og KV var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik komu þrjú mörk. Alexander Lúðvígsson kom KH yfir á 60. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson metin.

Garðar Ingi Leifsson tryggði svo sigur KV með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Á Vopnafjarðarvelli sigruðu heimamenn í Einherja, KF nokkuð örugglega með tveimur mörkum gegn engu marki gestanna. Númi Kárason skoraði mörkin í leiknum en þetta eru fyrstu stig Einherja í sumar.

KH 1 - 2 KV
1-0 Alexander Lúðvíksson
1-1 Valtýr Már Michaelsson ('69)
1-2 Garðar Ingi Leifsson, víti ('84)

Einherji 2-0 KF
1-0 Númi Kárason ('35)
2-0 Númi Kárason ('75)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner