lau 26. maí 2018 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Leikmaður Bournemouth leggur skóna á hilluna vegna meiðsla
Rhoys Wiggins lék sinn síðasta leik á ferlinum í október 2016.
Rhoys Wiggins lék sinn síðasta leik á ferlinum í október 2016.
Mynd: Getty Images
Rhoys Wiggins er leikmaður sem ekki allir kannast við en hann hefur verið samningsbundinn Bournemouth frá árinu 2016.

Wiggins kom til Bournemouth í janúar 2016 en var lánaður þaðan til Birmingham í ágúst 2016, um haustið meiddist hann illa á hné í leik gegn Aston Villa og síðan þá hefur hann ekki náð sér á strik aftur og hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég átti von á að þurfa skrifa 30 ára að aldri, en vegna meiðsla þá get ég ekki lengur haldið áfram að sinna því sem ég elska að gera," þetta kom fram í bréfi sem Wiggins skrifaði til stuðningsmanna Bournemouth.

„Ég hef verið að berjast við þetta síðustu tvö ár og ég hef reynt allt til að koma mér aftur á stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner