Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. maí 2018 12:38
Ívan Guðjón Baldursson
Beckham biðlar til Zidane: Viltu vinsamlegast sigra
Mynd: Getty Images
David Beckham kom upp gegnum akademíu Manchester United og var seldur til Real Madrid fyrir 25 milljónir punda árið 2003.

Beckham er enn í dag funheitur stuðningsmaður Rauðu djöflanna og Real. Hann vill þar af leiðandi, meira en margir aðrir, sjá Liverpool tapa í kvöld.

Beckham settist niður með Zidane og voru félagarnir teknir saman í viðtal í Kænugarði.

„Árangurinn sem þú hefur náð, fyrst sem leikmaður og núna sem þjálfari, er ótrúlegur," sagði Beckham við Zidane.

„Ég vil óska Zizou, forsetanum og félaginu góðs gengis í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Viltu vinsamlegast sigra Liverpool, ég bið þig!"


Real getur unnið keppnina í þriðja sinn í röð í kvöld. Það er liðinn meira en áratugur síðan Liverpool hafði betur gegn Milan í Istanbúl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner