Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. maí 2018 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro með hærra söluákvæði en Icardi
Mynd: Getty Images
Inter er að kaupa argentínska sóknarmanninn Lautaro Martinez og lenti hann á Ítalíu í gær til að gangast undir læknisskoðun.

Inter greiðir 25 milljónir evra fyrir Lautaro sem stór hluti argentínsku þjóðarinnar vildi sjá fara á HM í Rússlandi í stað Paulo Dybala.

Lautaro snæddi kvöldverð með Javier Zanetti í gær, en Zanetti er samlandi Lautaro, goðsögn í knattspyrnuheiminum og varaforseti Inter.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að söluákvæði í samningi Lautaro muni hljóða upp á 111 milljónir evra, sem er einni milljón meira en söluákvæði Mauro Icardi. Icardi fer heldur ekki með til Rússlands þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk í ítölsku deildinni.

Lautaro kemur frá Racing Club sem endaði í sjöunda sæti argentínsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner