Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 26. maí 2018 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Eiður spáir Real sigri - Spáði rétt um síðustu helgi
Eiður Smári í landsleik.
Eiður Smári í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins, hafði rétt fyrir sér er hann spáði Chelsea sigri í úrslitaleik FA-bikarsins um síðustu helgi. Hann spáði sínum fyrrum félögum í Chelsea sigri gegn Manchester United.

Omnisport fékk Eið Smára til að spá fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, á milli Liverpool og Real Madrid.

„Liverpool hefur verið frábært á seinni hluta tímabilsins en Madríd hefur reynsluna," sagði Eiður sem er staddur í Kænugarði. „Þeir vita hvernig þeir eiga að vinna þennan úrslitaleik, þeir eru með leikmennina sem geta breytt leikjum á einu augnabliki."

„Ég tel að með reynslunni sem liðið hefur öðlast síðustu tvö árin, með reynsluna og söguna á bak við sig, þá mun Madríd lyfta þessum bikar. Það er ekki auðvelt að segja, en það er mitt mat."

Eiður, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, útilokar það ekki að Liverpool geti komið á óvart og hrósar sóknartríói liðsins sérstaklega.

„Vörnin er miklu betri núna en hún hefur verið síðustu ár, en svo ertu með leikmenn þarna frammi sem geta breytt hvaða leik sem er. Þegar Mane, Firmino og Salah eru heilir og spila saman, þá eru þeir næstum því hættulegasta þríeyki í evrópskum fótbolta."

Leikur Real og Liverpool er hafinn, en þegar þessi frétt er skrifuð er staðan enn markalaus. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport og þá er einnig hægt að fygjast með í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner