Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. maí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Landsliðsþjálfari Danmerkur gerir lítið úr Pogba
Hareide með Birki Bjarnasyni
Hareide með Birki Bjarnasyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Danmerkur, hefur skotið föstum skotum að franska landsliðsmanninum Paul Pogba.

„Hann spilaði gegn Manchester City með blátt og hvítt hár, kannski spilar hann með rautt og hvítt hár gegn okkur," sagði þessi 64 ára Norðmaður. „hann pælir svo mikið í útlitinu."

Danski landsliðsþjálfarinn er ekki hræddur við að mæta frönsku stórstjörnunum.

„ Já, já þeir hafa hæfileika en þeir þurfa að spila eins og lið!" sagði Hareide í viðtalið við Jylland-Posten.

„Sem lið hefur Frakkland stundum mistekist. Þegar þeim hefur gengið vel er það vegna þess að þeir hafa haft frábæra leikmenn til að leiða liðið, eins og Zinedine Zidane, sem hélt þeim öllum saman."

„Þeir eru ekki með þannig leikmann núna. Er Kante þannig? Nei. Paul Pogba er upp og niður.

Frakkland og Danmörk mætast á HM í Rússlandi í sumar en Frakkar lentu í 2.sæti á EM 2016 á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner