Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 27. maí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
100 milljónir fyrir Griezmann er gjöf
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Christophe Dugarry, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, segir að 100 milljónir evra fyrir Antoine Griezmann sé gjöf.

Griezmann hefur verið mikið orðaður við bæði Barcelona og Manchester United undanfarið.

Frakkinn er þó með samning við Atletico Madrid til ársins 2022.

„Hann er með klásúlu í samningnum þar sem Atletico þarf að selja hann ef eitthvað félag býður 100 milljónir og það er hans að velja. Hann ætti að gera það fyrir Heimsmeistaramótið, það væri best," sagði Dugarry, „ þetta er gríðarlega mikill peningur en fyrir Griezmann er það gjöf. Öll félög heims vilja hann svo það er hans að ákveða."

Griezmann vann Evrópudeildina með Atletico Madrid auk þess að enda í 2.sæti í La Liga með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner