Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. maí 2018 23:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ronaldo er ánægður og verður áfram ánægður"
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo lét ansi athyglisverð ummæli falla eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid sigraði Liverpool í úrslitaleiknum og er sigurvegari Meistaradeildarinnar þriðja árið í röð.

„Á næstu dögum verður framtíð mín komin á hreint. Það er búið að vera mjög gaman að spila fyrir Real Madrid," á Ronaldo að hafa sagt í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

Þessi ummæli Ronaldo gefa sterklega til kynna að hann sé á förum frá Madrídarstórveldinu.

Ronaldo verður 34 ára á næsta ári. Hann hefur verið hjá Real Madrid frá 2009 og unnið allt sem hægt er að vinna hjá félaginu.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, var spurður út í þessi ummæli eftir leikinn í kvöld.

„Í dag fögnum við öðrum Evróputitli, leyfið okkur að njóta þess. Cristiano er ánægður og verður áfram ánægður," sagði Perez.

„Hann verður að vera áfram"
Zinedine Zidane, þjálfari Real, var spurður út í Ronaldo á blaðamannafundi eftir leikinn.

Svar Zidane var einfalt.

„Cristiano verður að vera áfram hjá Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner