Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. maí 2018 07:00
Gunnar Logi Gylfason
Adrien Rabiot svarar Didier Deschamps
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn ungi Adrien Rabiot ákvað að gefa ekki kost á sér í landslið Frakklands fyrir Heimsmeistaramótið í sumar eftir að hafa verið valinn í hóp leikmanna sem geta komið inn ef einhver skakkaföll verða á lokahópnum.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, gagnrýndi leikmanninn og sagðist vonast eftir því að hann þroskaðist.

Nú hefur Rabiot svarað landsliðsþjálfaranum.

„Mig grunaði að ákvörðun mín hefði áhrif en það særir mig að ég það sé teiknuð upp mynd af mér sem ungum óþroskuðum leikmanni sem getur ekki gert grein fyrir afleiðingum ákvarðanna sinna," sagði Rabiot í opnu bréfi sem RTL opinberaði á föstudaginn,
„þetta er vinnan mín og ég hef ástríðu fyrir fótbolta og að ná hæstu hæðum. Ég hef unnið hart að mér og allt sem ég hef afrekað í dag hef ég gert unnið mér inn á vellinum. Það er draumur minn, eins og allra fótboltamanna, að spila fyrir landið mitt."

„Að klæðast bláu treyjunni er heiður og gerir mig stoltan. Að vinna með Frakklandi, að vinna fyrir Frakkland, er verkefni. Ég hef spilað fyrir Frakkland frá 15 ára aldri."

„Síðan ég var fyrst valinn í landsliðið, sem varamaður í maí 2016 hef ég spilað með félagsliði mínu, PSG, stórliði í evrópskum fótbolta, 88 leiki og þar af 13 í Meistaradeildinni, skorað sjö mörk og hef unnið sjö titla."


Rabiot hefur skellt sér í frí og mun horfa á Heimsmeistaramótið í Rússland í sumar í sjónvarpinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner