Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. maí 2018 08:30
Gunnar Logi Gylfason
Chicharito ákveður framtíð sína eftir HM
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, eða Chicharito eins og hann er kallaður, hefur gefið það út að hann muni ekki ákveða framtíð sína hjá West Ham fyrr en eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst í næsta mánuði.

„Að sjálfsögðu er ég enn leikmaður West Ham, en við sjáum til," sagði Hernandez á fjölmiðlafundi í Los Angeles þar sem Mexíkóska landsliðið dvelur fyrir æfingaleik gegn Wales næstkomandi þriðjudag.

„Hvað get ég sagt ykkur núna? Er ég glaður að það er kominn nýr stjóri? Er ég leiður yfir því að það er nýr stjóri? Þetta er ekki augnablikið til að tala um þetta. Ég er hundrað prósent einbeittur á Heimsmeistaramótið."

Aðspurður hvort ráðningin á Pellegrini hafi verið góð svaraði Mexíkóinn einfaldlega „ég veit það ekki."

Hernandez, sem er 29 ára gamall, á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en hann kom síðasta sumar frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner