Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. maí 2018 13:00
Ingólfur Stefánsson
Ronaldo sér ekki eftir ummælunum - „Ég var hreinskilinn"
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo segir að hann sjái ekki eftir ummælum sínum um framtíð sína hjá Real Madrid eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Ronaldo gaf í skyn að framtíð hans hjá félaginu væri í óvissu eftir að hafa unnið sinn 5. Meistaradeildartitil á ferlinum. Hann sagði að hann myndi tilkynna áform sín á næstunni og talaði um tíma sinn hjá Real í fortíð.

Nú í dag segir Ronaldo að hann sjái ekki eftir ummælunum en viðurkennir að tímasetningin hafi ef til vill ekki verið tilvalin.

„Ég talaði þegar ég hefði ekki átt að tala en það er eitthvað að fara að gerast. Þetta var ekki rétt tímasetning en ég var hreinskilinn," sagði Ronaldo.

„Ég mun segja eitthvað eftir viku. Stuðningsmennirnir hér hafa alltaf stutt mig og eru í hjarta mínu. Ég tala ekki mikið en þegar ég tala, þá tala ég."

„Augljóslega þá hef ég eitthvað að segja en þetta var ekki rétti tíminn. Ég sé samt ekki eftir neinu því að ég var hreinskilinn. Ég hef sætt mig við ýmislegt en ég gat ekki hamið mig."


Margir hafa velt því fyrir sér hvort að ummælin hjá Ronaldo séu taktík til að bæta stöðu hans í samningaviðræðum en Ronaldo segir að það sé ekki tilfellið.

„Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þetta tengist ekki peningum. Ég hef unnið Meistaradeildina 5 sinnum, Gullboltann 5 sinnum. Ég held áfram að skrá mig í sögubækurnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner