Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. maí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margir brjálaðir út í Pennant sem gerði grín að Karius
Pennant er fyrrum leikmaður Liverpool.
Pennant er fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jermaine Pennant, fyrrum leikmaður Liverpool og fleiri liða, var ekki sáttur með markvörðinn Loris Karius í gær. Karius gerði tvö skelfileg mistök þegar Liverpool tapaði 3-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kænugarði.

Pennant fór á Twitter í gær eftir tap Liverpool þar sem hann lýsti yfir stuðningi við leikmenn og stuðningsmenn, alla nema Karius. Pennant gerði einnig grín af Karius með því að birta mynd af honum í búningi Real Madrid að lyfta Meistaradeildarbikarnum.

Þetta fór ekki vel í marga stuðningsmenn Liverpool sem hraunuðu yfir hinn 35 ára gamla Pennant í kjölfarið.

Pennant lék með Liverpool frá 2006 til 2009, en hann komst síðast í fréttirnar er hann var bendlaður við klámiðnaðinn. Pennant þvertók hins vegar fyrir það.

Hér að neðan má sjá tístin frá Pennant og það sem nokkrir stuðningsmenn Liverpool sögðu við því. Þeir komu flestir Karius, sem hefur þó fengið morðhótanir, til varnar.

Sjá einnig:
Henderson: Vinnum sem lið og töpum sem lið















Athugasemdir
banner
banner
banner