Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. maí 2018 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri en 200 þúsund vilja að Ramos verði refsað
Salah fór meiddur af velli eftir 30 mínútur í gær.
Salah fór meiddur af velli eftir 30 mínútur í gær.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos er ekki sérlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool og Egyptalands þessa stundina.

Ástæðan fyrir því er sú að Mohamed Salah, besti leikmaður Liverpool og Egypta, fór meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær eftir viðskipti sín við Ramos.

Ramos hefur verið sakaður um að reyna að meiða Salah.

Dómari úrslitaleiksins í gær refsaði Ramos ekki fyrir gjörðir sínar, en nafni Salah, maður að nafni Mohamed Salah Abdel-Hakeem, hefur því ákveðið að taka málin í sínar hendur. Hann hefur komið af stað undirskriftarlista þar sem hann skorar á UEFA og FIFA að refsa Ramos fyrir það sem gerðist í gær.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 230 þúsund manns ritað nafn sitt á undirskriftalistann. Smelltu hér til að fara á vef undirskriftasöfnuninnar.

Ramos sendi Salah batakveðjur eftir leikinn í gær. Það hefur þó ekki róað fótboltaáhugamenn víða um heim.

Upphaflega var talið að meiðslin væru mjög slæm, en miðað við nýjustu fregnir eru þau ekki það slæm. Nú er talið að Salah geti verið með Egyptum á HM.

Sjá einnig:
Myndband: Augnablikið þegar Salah meiddist
Athugasemdir
banner
banner
banner