sun 27. maí 2018 22:49
Magnús Már Einarsson
Jeppe og Sigurbergur meiddir
Sigurbergur Elísson.
Sigurbergur Elísson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku að undanförnu en bæði Jeppe Hansen og Sigurbergur Elísson verða frá keppni á næstunni vegna meiðsla.

Sigurbergur meiddist á hné gegn ÍBV í dag eftir samstuð við Halldór Pál Geirsson markvörð Eyjamanna.

„Þetta er hnéð á honum og það lítur ekki sérstaklega vel út, því miður. Hann er kominn á hækjur. Við fáum að vita meira um það á morgun," sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur.

Danski framherjinn Jeppe Hansen var ekki með í dag en hann er einnig meiddur. „Hann tognaði í leiknum á móti KA og verður eitthvað frá," sagði Guðlaugur eftir leik.

Bæði Sigurbergur og Jeppe eru lykilmenn í liði Keflavikur og meiðsli þeirra því slæmar fréttir fyrir liðið. Keflvíkingar eru á botni Pepsi-deildarinnar með tvö stig eftir 3-1 tap gegn ÍBV í dag en næsti leikur liðsins er gegn FH eftir rúma viku.
Laugi: Við höldum ótrauðir áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner