Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. maí 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamsik íhugar tilboð frá Kína - „Verður að prófa allt"
Hamsik er markahæsti leikmaður í sögu Napoli.
Hamsik er markahæsti leikmaður í sögu Napoli.
Mynd: Getty Images
Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, er mögulega á förum frá félaginu í sumar eftir 11 ára veru.

Hamsik hefur staðfest að hann sé með tilboð frá Kína sem hann er þessa stundina að fara yfir.

„Ég er leikmaður Napoli í augnablikinu, en ég er búinn að ræða við Ancelotti í gegnum síma. Ég get viðurkennt að þetta tilboð er freistandi," sagði Hamsik við Sport24 í Slóvakíu.

„Ég hef bara komið til Kína einu sinni en þú verður að prófa allt í lífinu. Núna vil ég bara vera með fjölskyldu minni, svo sjáum við til."

Hamsik lék alla leiki Napoli í Seríu A í vetur er liðið endaði í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Juventus. Eftir að tímabilinu lauk tók Carlo Ancelotti við stjórnartaumunum af Maurizio Sarri.

Hinn þrítugi Hamsik er markahæsti leikmaðurinn í sögu Napoli, en hann hefur verið hjá félaginu frá 2007. Hann lék áður með Brescia á Ítalíu og Slovan Bratislava í heimalandi sínu, Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner