
„Ég átti yndislega tíma á Íslandi og Ísland mun alltaf eiga stóran stað í hjarta mín," sagði Lars Lagerback á fréttamannafundi á Laugardalsvelli nú rétt í þessu.
Lars er mættur með norska landsliðið til Íslands fyrir leikinn á Laugardalsvelli á laugardaginn. Lars er ánægður með að Ísland sé á leið á HM en hann ætlar sér sigur á laugardag.
Lars er mættur með norska landsliðið til Íslands fyrir leikinn á Laugardalsvelli á laugardaginn. Lars er ánægður með að Ísland sé á leið á HM en hann ætlar sér sigur á laugardag.
„Ég hef hrifist af því sem þeir hafa gert síðan ég fór, það er frábært afrek að komast á HM. Ég er ánægður með að koma aftur hingað en vonandi getum við komið Íslandi niður á jörðina og unnið leikinn," sagði Lars léttur í bragði.
Norska landsliðið kom til Íslands í hádeginu og Lars hefur ekki ennþá hitt fyrrum lærisveina sína í íslenska landsliðinu. Hann býst við hörkuleik á laugardag.
„Heimir (Hallgrímsson) þekkir norska liðið vel. Bæði lið spila á svipaðan hátt. Það mætti segja að við séum að spila gegn sjálfum okkur því þetta eru lík lið sem mætast á laugardaginn. Ég þekki flesta leikmenn íslenska liðsins vel sem fótboltamenn og persónur. Ég held að leikmönnum norska landsliðisins sé sama um það en ég get kynnt íslenska liðið fyrir leikmönnum Noregs."
Athugasemdir