Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. maí 2018 15:38
Magnús Már Einarsson
Lars um möguleika Íslands á HM: Myndi aldrei útiloka liðið
Icelandair
Lars glaður í bragði á fréttamannafundinum í dag.
Lars glaður í bragði á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars á EM í Frakklandi.
Lars á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, er mættur til Íslands fyrir vináttuleik þjóðanna á laugardag. Lars þjálfaði íslenska landsliðið á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni en hvernig metur hann möguleika Íslands á HM í Rússlandi?

„Ísland er í mjög erfiðum riðli og ég vil vera raunsær. Liðið er ekki það sigurstranglegasta í riðlinum. Miðað við karakterinn í hópnum, skipulagið og liðsandann þá myndi ég aldrei útiloka það. Ísland á séns en hversu mikinn séns er eitthvað sem hægt er að ræða um," sagði Lars á fréttamannafundinum í dag.

Ísland mun sakna Kolbeins
Lars var beðinn um að bera saman íslenska landsliðið í dag og liðið sem hann stýrði.

„Það er erfitt að segja fyrir mig, jafnvel þó að ég horfi á alla leiki í sjónvarpi eða á myndbandi eftir á," sagði Lars.

„Ef allir leikmenn eru heilir þá er liðið svipað og þá. Kolbeinn (Sigþórsson), sem er meiddur núna, var mjög mikilvægur. Ísland á eftir að sakna hans en liðið náði að ráða við það í undankeppninni. Aron og Gylfi eiga einnig í meiðslavandræðum en ég vona að þeir verði heilir."

Aron og Gylfi mikilvægir
Lars segir að miklu skipti fyrir Ísland að hafa Aron og Gylfa heila heilsu á HM.

„Aron og Gylfi eru góð miðja fyrir hvaða lið sem er. Þeir leggja hart að sér og vinna vel saman. Gylfi skorar mörk og skapar mikið í föstum leikatriðum. Ísland er með góða leikmenn og getur staðið sig vel sama hvað gerist. Liðið myndi hins vegar sakna þeirra ef þeir verða ekki með."

Stór nöfn geta vanmetið Ísland
Íslenska liðið kom mörgum á óvart á EM en Lars segir að aðrar þjóðir muni leggja mikið upp úr því að kortleggja liðið fyrir sumarið.

„Ef ég væri ekki frá því landi sem ég er og myndi dragast gegn Íslandi þá myndi ég virða þá og njósna vel um liðið. Við þjálfarar getum verið svolítið klikkaðir en allir eru að njósna um hin liðin með tölvum, forritum og öllum ráðum. Ég held að allir undirbúi sig 100% gegn Íslandi," sagði Lars en voru einhver lið á EM sem virtust vanmeta Ísland?

„Við spiluðum til dæmis gegn Portúgal. Þeir njósnuðu auðvitað um liðið okkar en leikmennirnir vanmátu aðeins leikmenn Íslands. Ég held að stór lönd með stór nöfn í liðinu gætu aðeins vanmetið gæðin hjá leikmönnum Íslands," sagði Lars.
Athugasemdir
banner