Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fös 01. júní 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xhaka sárþjáður á æfingu - Missir ekki af HM
Xhaka er lykilmaður hjá Sviss.
Xhaka er lykilmaður hjá Sviss.
Mynd: Getty Images
Áhyggjur vöknuðu í Sviss í gær eftir að miðjumaðurinn Granit Xhaka meiddist að því virtist alvarlega á æfingu. Xhaka var sagður tæpur fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir nokkra daga, en það er ljóst að hann getur spilað með.

Xhaka, sem er á mála hjá Arsenal, varð fyrir hnémeiðslum á æfingunni eftir að hafa komið illa út úr einvígi.

Xhaka fann mikið eftir einvígið og var settur beint í rannsóknir. Í gærkvöldi kom svo í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg.

„Ég er mjög feginn," sagði Xhaka sem er lykilmaður hjá Sviss.

Sviss er á leiðinni á HM sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Sviss er þar í riðli með Serbíu, Brasilíu og Kosta-Ríka.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner