Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 10. júní 2018 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lennon markahæsti erlendi leikmaðurinn frá upphafi
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon skoraði stórglæsilegt mark þegar FH og KR gerðu jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lennon jafnaði leikinn í 1-1 með skoti af 40 metrunum, besta mark Pepsi-deildarinnar hingað til.

Þetta var fimmta mark Lennon í Pepsi-deildinni í sumar en hann er núna orðinn markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu efstu deild karla á Íslandi. Morgunblaðið greinir frá.

Lennon er kominn með 54 mörk í efstu deild á Íslandi, Sin­isa Kekic skoraði 53 mörk og Mihajlo Bibercic 52.

Fyrstu 13 mörkin skoraði Lennon fyrir Fram en næstu 41 mörk hafa komið fyrir Fimleikafélagið úr Hafnarfirði. Lennon spilaði í Fram frá 2011 til 2013 og hefur verið hjá FH frá 2014.

Sjá einnig:
Twitter - Þeir verja’nn ekki þarna
Athugasemdir
banner
banner
banner