fim 14. júní 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern tilbúið að hlusta á tilboð í Boateng
Boateng er sagður vilja prófa sig aftur utan Þýskalands.
Boateng er sagður vilja prófa sig aftur utan Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn sterki Jerome Boateng gæti verið á förum frá Þýskalandsmeisturum Bayern München í sumar. Þetta segir Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

Boateng, sem er 29 ára, er sagður vilja prófa sig aftur utan Þýskalands eftir vonbrigðardvöl hjá Manchester City áður en hann kom til Bayern 2011.

Bayern mun ekki standa í vegi hans ef hann ákveður að fara.

„Hann hefur hugsað um að yfirgefa Bayern, umboðsmaður hans sagði mér það," segir Rummenigge við Bild.

„Þegar félag hefur áhuga og Jerome segir að hann vilji fara til þessa félags þá munum við skoða það. Hann mun ekki fara ódýrt, en ég veit að Jerome er að hugsa um að fara."

Boateng er í augnablikinu með Þýskalandi á HM í Rússlandi og gera má ráð fyrir því að hann sé 100% einbeittur á þýska landsliðinu í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner