Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 14. júní 2018 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Arnór Ingvi segir rússneska kaffið vera sterkt
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilhlökkunin er mjög mikil. Spennan er að magnast með hverjum deginum," sagði Arnór Ingvi Traustason leikmaður Malmö og íslenska landsliðsins.

Landsliðið flýgur til Moskvu í dag þar sem liðið leikur gegn Argentínu á laugardaginn. Fyrsti leikur Íslands á HM í sögunni.

„Við erum með leikherbergi, síðan vorum við að fá hjól, síðan er hægt að fara í sund, körfubolta, tennis og blak. Það er því nóg að gera. Ég sjálfur skellti mér í hjólatúr í gær, við skoðuðum bæinn aðeins og settumst niður og fengum okkur kaffi og aðeins að soga í okkur menninguna," sagði Arnór Ingvi, en hvernig smakkaðist kaffið?

„Kaffið var ágætt. Það var sterkt en ágætt. Ég bætti smá mjólk við."

Íslenska liðið hefur undirbúið sig vel fyrir leikinn á laugardaginn. Arnór segir að það séu veikleikar til staðar í argentíska liðinu, þó þeir séu fáir.

„Veikleikarnir eru þeir að við getum nýtt okkur mikið af því sem þeir taka áhættur í. Við erum þolinmóðari en þeir. Ég ætla ekki að gefa alltof mikið upp en það eru klárir veikleikar sem við viljum nýta okkur."

Í vináttulandsleikjunum tveimur fyrir mótið fékk Arnór fáar mínútur til að sýna sig og sanna.

„Það er alltaf hægt að segja að við hafi viljað og ekki viljað. Ég er hér og ég er ánægður með það og er ánægður að vera partur af hópnum. Maður getur ekkert klagað núna."

„Ég vill alltaf spila og maður vill alltaf setja mark sitt á leikinn. Ef ég fæ mínar mínútur, þá mun ég nýta þær til hins ítrasta."

Viðtalið við Arnór Ingva má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner