fim 14. júní 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Aron óskaði handboltalandsliðinu til hamingju
Icelandair
Aron á æfingu í Rússlandi.
Aron á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sendi handboltalandsliðinu góðar kveðjur eftir að það tryggði sér sæti á HM með sigri á Litháen í gærkvöldi.

Aron Einar er mikill handboltaáhugamaður en hann æfði handbolta á yngri árum og var mjög efnilegur á því sviði.

Eldri bróðir hans, Arnór Þór, er hægri hornamaður í íslenska landsliðinu í handbolta. Arnór fékk að líta rauða spjaldið gegn Lithaén í gær eftir að hann kastaði óvart boltanum í andlitið á markverði Litháa í vítakasti.


Aron Einar er í kapphlaupi við tímann til að ná leik Íslands og Argentínu á laugardaginn eftir erfið meiðsli. Aron og þjálfaralið Íslands hefur þó sagt að hann verði klár í slaginn.

Íslenska landsliðið fer til Moskvu í dag fyrir leikinn gegn Argentínu en Aron og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sitja fyrir svörum á fréttamannafundi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner