Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. júní 2018 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 7. umferðar í Inkasso - Fjórir úr Ólafsvík
Emmanuel Keke var sterkur í sigri Ólsara í gær.
Emmanuel Keke var sterkur í sigri Ólsara í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Andri var bestur maður Þróttara.
Rafn Andri var bestur maður Þróttara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík á þrjá leikmenn og þjálfarann í liði sjöunda umferðar í Inkasso-deildinni. Ólsarar unnu 3-0 sigur á Leikni er nýr gervigrasvöllur var vígður í Ólafsvík í gær. Emmanuel Eli Keke, Vignir Snær Stefánsson og Kwame Quee komast í lið umferðarinnar og Ejub Purisevic er þjálfari umferðarinnar í annað sinn í röð. Tveir af varamönnunum sem Ejub setti inn á komu að mörkum.


Helgi Freyr Þorsteinsson átti býsna góðan leik þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk gegn Njarðvík. Báðir leikmennirnir sem skoruðu á hann, Stefán Birgir Jóhannesson og Magnús Þór Magnússon eru í liðinu.

Rafn Andri Haraldsson og Viktor Jónsson voru sprækir í sigri Þróttar á Selfossi og þá fór Portúgalinn Tiago Fernandes fyrir Fram er liðið sigraði Hauka, 3-1.

Þór sigraði Magna fyrir fullum velli og gott betur en það í gær. Ármann Pétur Ævarsson var maður leiksins í Grenivík.

Úr toppslagum í gær, sem endaði markalaus, kemst einn leikmaður í lið umferðarinnar. Það er fyrirliði HK, Leifur Andri Leifsson. Liðið er í heild sinni hér að ofan.

Fyrri lið umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner