Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 14. júní 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin: Dybala getur tekið við af Messi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon er líklegur til að vera í byrjunarliði Íslands í stöðu vinstri bakvarðar í fyrsta leik á HM.

Hörður segist hlakka til að mæta Argentínu. Verði hann í byrjunarliðinu fær hann ansi erfiðan andstæðing á móti sér, Lionel Messi.

„Það er þvílík tilhlökkun fyrir að keppa á móti svona sterku landsliði, það gerist ekki oft. Þetta er stór leikur fyrir þjóðina og auðvitað viljum við að þessi leikur verði skemmtilegur, eins og allir aðrir.

„Þeir koma inn í þetta mót með mikla pressu á sér en við höfum enga pressu. Við höfum engu að tapa og reynum að nýta að þeir eru undir pressu. Við þurfum að refsa þeim, reyna að taka þá úr stöðum."


Hörður segir leikmenn vera vel undirbúna fyrir leikinn eftir góða fundi með Frey Alexanderssyni, Freysa.

„Við erum eiginlega tilbúnir fyrir þetta. Nú er bara að æfa og koma sér í betra stand.

„Fundurinn með Freysa var í gær. Þetta var góður hálftíma fundur hjá honum, enginn sofnaði. Hann er þannig gæi að hann heldur öllum vakandi á svona fundum því hann er skemmtilegur og góður í þessu."


Hörður var samherji Paulo Dybala hjá Juventus og eru þeir enn félagar í dag. Hann segist hlakka til að hitta Dybala, sem verður ekki í byrjunarliðinu því hann spilar í sömu stöðu og Lionel Messi.

„Ég hef ekkert heyrt í honum nýlega. Ég heyrði í honum áður en við drógumst með þeim. Það verður bara gaman að sjá hann og hitta á hann. Hann er ungur, hann er framtíðin. Sumir segja að þetta sé síðasta Heimsmeistaramótið hans Messi, Dybala gerir gott tilkall til að taka þessa stöðu þegar Messi hættir."
Athugasemdir
banner
banner