fim 14. júní 2018 15:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pólverji dæmir á laugardag - Tölfræði Messi ekki góð
Icelandair
Szymon Marciniak.
Szymon Marciniak.
Mynd: Getty Images
Búið er að gefa það út að Pólverjinn Szymon Marciniak dæmi fyrsta leik Íslands á Heimsmeistaramóti, gegn Argentínu á laugardaginn.

Marciniak er 37 ára og varð FIFA dómari 2011. Þetta er annað stórmótið sem hann dæmir á, en hann var líka dómari á EM 2016. Þar dæmdi hann þrjá leiki, meðal annars eftirminnilegan leik Ísland og Austurríkis í París.

Ísland vann leikinn 2-1 en Marciniak dæmdi vítaspyrnu fyrir Austurríki, sem Aleksandar Dragovic klúðraði reyndar.

Marciniak hefur líka verið að dæma í Meistaradeildinni og hefur þar dæmt tvo leiki hjá Barcelona sem Lionel Messi hefur spilað í. Báðir þessir leikir hafa endað í tapi Barcelona. Í París, 4-0 tap gegn PSG og 3-0 tap gegn Juventus. Báðir þessir leikir voru 2017.

Við vonum auðvitað bara Marciniak dæmi sinn þriðja tapleik hjá Messi á laugardaginn, en Messi er besti leikmaður Argentínu.

Leikur Íslands og Argentínu hefst 13:00 á laugardaginn.




Athugasemdir
banner
banner
banner